Fokusing - Valgerdur Olafsdottir

Main menu:

Subpages for Um tilfinningaleikni:

Um tilfinningaleikni

Tilfinningaleikni eða fókusing er aðferð sem þróuð var á áttunda áratugnum af Dr. Eugene Gendlin, prófessor við heimspeki- og sálfræðideild við University of Chicago. Fókusing er angi af Client centered eða skjólstæðingsmiðaðri stefnu sem kennd er við Carl Rogers en Gendlin lærði og starfaði með Rogers í Chicago um árabil. Fókusing er byggð á margra ára rannsóknum sem Gendlin stjórnaði við University of Chicago. Rannsóknir þessar leiddu í ljós að fólk sem er meðvitað um  tilfinningar sínar á mun meiri möguleika á að komast í gegnum erfið tímabil á ævi sinni en þeir sem ekki búa yfir þessum hæfileika. Aðferðin byggir fyrst og fremst á því að læra á tilfinningar sínar með því að finna þeim stað í líkamanum.

Við skynjum tilfinningar okkar í líkamanum. Gott dæmi um það er að við fáum oft kökk í hálsinn þegar við erum sorgmædd, við fáum í magann þegar við erum kvíðin og svo finnum við fyrir notalegheitum í líkamanum þegar okkur líður vel. Líkami okkar er sem sagt það tæki sem við höfum til að skynja tilfinningar okkar með. Ef við hins vegar erum ekki í sambandi við tilfinningar okkar þá safnast upp óuppgerðar tilfinningar í líkama okkar og verða okkur til ama eða geta jafnvel valdið sjúkdómum.

Við fæðumst með hæfileikann til að finna fyrir tilfinningum okkar og svara þeim og bregðast við þeim undanbragðalaust og án umhugsunar. Smám saman lærist okkur þó mörgum að hafa hemil á þessum viðbrögðum og því miður oft að afneita hinum ýmsu tilfinningum okkar vegna þess að þeir fullorðnu í kringum okkur geta ekki tekið þeim. Mjög mörg okkar fullorna fólksins erum orðin svo úr tengslum við okkar eigin tilfinningar að við getum ekki leyft börnum að vera í tengslum við sínar. Afleiðingin er sú að börn byrja að afneita þeim tilfinningum hjá sjálfum sér sem aðrir geta ekki viðurkennt og upplifa þá aðeins þær tilfinningar sem umhverfið viðurkennir. Og þannig höldum við áfram kynslóð eftir kynslóð að bæla niður tilfinningar okkar.

Hvað er Tilfinningaleikni/Fókusing

Við geymum tilfinningar okkar í líkamanum. Því til sönnunar getum við skoðað hvernig við fáum í magann þegar við erum kvíðin eða hvernig við finnum fyrir kekki í hálsinum sem auðvitað er enginn kökkur heldur tilfinning. Tilfinningar okkar láta okkur vita hvernig okkur líður, hvernig við “finnum til”. Öll fæðumst við með hæfileikann til að finna fyrir tilfinningum okkar og bregðast við þeim undanbragðalaust. Smám saman lærist okkur þó mörgum og jafnvel flestum að hafa hemil á þessu viðbragði. Þá förum að stjórna því hvernig við upplifum tilfinningar okkar og hvernig við bregðumst við þeim samkvæmt því sem ætlast er til af okkur. Úr þessu verður oft afneitun á ósættanlegum tilfinningum sem safnast þá fyrir. Þannig verða til einstaklingar sem geta aðeins horfst í augu við sumar tilfinningar en ekki aðrar. Þeir láta skilaboð erfiðu tilfinninganna sem vind um eyru þjóta en svara aðeins þeim sem þeir eru sáttir við og vita að umhverfið er sátt við. Ef við hlustum ekki á tilfinningar okkar langtímum saman og látum eins og þær séu ekki til þá safnast fyrir óuppgerðar, oftast ómeðvitaðar tilfinningar í líkama okkar sem verða okkur til ama og geta jafnvel valdið sjúkdómum. Þessar ómeðvituðu tilfinningar geta haft mikil áhrif á líf okkar, hvernig við skynjum tilveruna og hvernig við bregðumst við því sem gerist í okkar lífi.

Valgerður Ólafsdóttir MA

s. 891 9873