Fokusing - Valgerdur Olafsdottir

Main menu:

Subpages for Námskeið:

Námskeið

Viltu læra að hlusta á tilfinningar þínar?

Fókusing er nærfærnisleg aðferð til að komast í samband við tilfinningar okkar, læra að þekkja þær og að bregðast við þeim á meðvitaðan hátt. Hún byggir á rannsóknum heimspekingsins og sálfræðingsins Eugene Gendlin, prófessors við  University of  Chicago. Aðferðin er notuð til að læra að virða og vera með tilfinningum sínum – og “hlusta” á sinn innri sannleika.

Nánari upplýsingar um aðferðina er að finna á
www.focusing.org og www.fokusing.is

Námskeið verður haldið laugardaginn 1. maí frá 10 – 17.

Skráning HÉR eða senda SMS í 891 9873

Námskeið um tilfinningar barna

Bókin SAGA UM TILFINNINGAR er barnabók með spurningum og leiðbeiningum fyrir þann sem les um hvernig má ræða þær tilfinningar sem upp koma í dagsins önn. Á námskeiðinu verður farið í hugmyndafræðina að baki bókarinnar og  hvernig nota má spurningarnar sem í bókinni eru til að örva börn til að segja frá tilfinningum sínum og því sem á þeim hvílir.

Námskeiðið er ætlað fyrir forerldra,  uppalendur og fagfólk.

Námskeiðið er haldið þriðjudaginn 27. april kl 19:00 – 22:00

Skráning HÉR
eða í síma 891-9873

Verð 5.000, bókin fylgir með

Barnahringur

Það er pláss fyrir 4 pör af foreldrum og barni (eða börnum) á miðvikudögum kl 17: – 19:00 í Barnahring Kærleikssetursins

frá 21. apríl – 19. maí og 1 x í mánuði í sumar.

Barnahringir eru samvinnuverkefni Velferðarsjóðs barna og Kærleikssetursins. Boðið er upp á hugleiðslu, jóga og tónlistarvinnu með börnunum auk tilfinningavinnu sem fer fram bæði sem hóp- og einstaklingsvinna.

Verð kr. 1000 skiptið

Skráning Skráning HÉR eða senda SMS í 891 9873 eða í Kærleikssetrinu Sími: 567-5088