Fokusing - Valgerdur Olafsdottir

Main menu:

Subpages for Meðvitað uppeldi:

Að örva þroska barna

Ein af tilgátum sem verkefnið Meðvitað uppeldi byggir á er að við örvum þroska barns best með því að setja mörk en sýna tilfinningum barnsins og löngunum virðingu um leið. Þannig setjum við mörk en stuðlum um leið að því að börn verði meðvituð um sig sjálf og sinn rétt.
Þegar við hlustum á barn og erum með því í tilfinningum þess þá erum við að kenna barninu á sínar tilfinningar. Við erum að stuðla að sjálfsþekkingu barnsins því ef við erum með barni tilfinningalega og samþykkjum það þá lærir barnið smám saman að samþykkja sig sjálft. Við þurfum ekki að stýra barninu, heldur vera með því og sýna því virðingu í upplifunum þess. Marmiðið hér er að barnið upplifi að umhverfið skilji sig og að hann eða hún sé viðurkennd/ur eins og hann/hún er.
Aðferðin sem liggur til grundvallar hér heitir á ensku focusing en hefur hlotið nafnið Tilfinningaleikni eða fókusing á íslensku. Sérkenni þessarar aðferðar er fyrst og fremst virðingin sem allt byggir á. Virðingin fyrir einstaklingnum. Virðingin fyrir tilfinningum einstaklingsins, fyrir því sem einstaklingurinn er að upplifa.
Sú hlustun sem hér er notuð er ekki beint virk hlustun. Hún er miklu meira en það. Með þeirri hlustun sem hér um ræðir er megináhersla lögð á að koma til móts við einstaklinginn í þeim tilgangi að hann/hún upplifi að það sé einhver sem skilji eða samþykki sig. Þegar einstaklingur upplifir slíkt klárast ákveðið ferli.