Fokusing - Valgerdur Olafsdottir

Main menu:

Subpages for Meðvitað uppeldi:

Meðvitað uppeldi

SAGA UM TILFINNINGAR - Valgerður Ólafsdóttir

SAGA UM TILFINNINGAR

er barnabók með spurningum og leiðbeiningum fyrir þann sem les.

Spurningarnar eru hannaðar til þess að örva börn til að segja frá tilfinningum sínum og því sem á þeim hvílir og geta hjálpað við að opna samskiptin við barnið/börnin.

Bókin fæst í Pennanum og á www.velgengni.is

Ummæli um bókina:

“Þessi bók er frábær – hún sýnir á einfaldan en skemmtilegan hátt hvernig litlir og einfaldir hlutir geta skipt stóru og veigamiklu máli í samskiptum við börn. …….með því að hlusta eftir því sem þau raunverulega eru að segja sýnum við þeim virðingu og styrkjum þeirra sjálfsvirðingu. Þessi bók á jafn mikið erindi til fullorðinna sem barna, mér leið vel þegar ég las hana og hún fékk mig til að endurmeta og hugsa uppá nýtt. Ég mæli með þessari bók við alla foreldra, ömmur, afa, systkyni, frænkur og frændur skemmtileg og gefandi bók”.

Sighvatur Ívarsson
Félag lesblindra

“Barnabókin Saga um tilfinningar ertir Valgerði Ólafsdóttir hefur komið mér að góðum notum við smábarnakennslu í leiklist. Ég hef ekki rekist á gagnlegri bók þegar kemur að því að kenna ungum börnum um tilfinningar þar sem markmiðið er að örva tilfinningaþroska barnanna. Öll leiklistkennsla í grunnskólum  miðar meðal annars að því að hjálpa börnum að tjá og skilja tilfinningar sínar og er því mikill fengur af þessari ljúfu barnabók”.

Inga Bjarnason
leikstjóri og leiklistakennari

Um meðvitað uppeldi

Meðvitað uppeldi byggir á þeirri tilgátu að því meðvitaðri sem uppalendur eru því betur séu þeir í stakk búnir til að sinna uppeldishlutverki sínu. Þ.e.a.s. ef okkur tekst að dýpka okkar eigin skilning á okkur sjálfum og tilfinningum okkar getur það skipt sköpum fyrir okkur og gert okkur að betri uppalendum.

Hvers vegna meðvitað uppeldi?

Að vera meðvitaður um sig þýðir fyrst og fremst að skilja hvað býr að baki tilfinninga okkar, hræðslu og drauma. Við komum flest úr uppeldinu með hræðslu við ýmislegt í okkar farteski og meðan við vitum hvorki að við séum hrædd né hvaðan sú hræðsla kemur þá stjórnar hún meira eða minna lífi okkar. Og oft hefur þessi hræsla eða ótti mikil áhrif á okkur í uppeldishlutverkinu. Þetta er reyndar margrannsakað og er undirstaða tengslakenninga (Attachment theory) sem umræða þessi er mikið til byggð á.

Samkvæmt rannsóknum í þeim fræðum er líklegt að við látum það sama ganga yfir barn/börn okkar og við ólumst upp við sjálf. Komum við úr öruggu umhverfi þá eru mjög miklar líkur á því að við getum veitt börnum okkar öryggi. Ef við hins vegar komum óörugg út úr okkar uppeldi og full af ótta og reiði við eitthvað sem við kannski skiljum ekki og þorum ekki að horfast í augu við þá eru líkur á að við flytjum þetta mynstur til næstu kynslóðar. Við getum hins vegar breytt þessu með því að vinna í okkur, horfast í augu við það hver við erum og hvaða tilfinningar við glímum við. Þetta er mikil vinna en getur líka verið skemmtileg. Við erum öll skemmtilegt og áhugavert viðfangsefni! Hvað er skemmtilegra en að kynnast sjálfum sér betur og komast yfir höft sem hafa kannski valdið okkur kvíða frá blautu barnsbeini?

Við það að kynnast okkar eigin tilfinningum betur eigum við auðveldar með að taka öðrum með öllum sínum tilfinningum. Tilfinningar eru jú bara tilfinningar. Við upplifum öll allan skalann af tilfinningum en erum sum skíthrædd við sumar tilfinningar okkar meira og minna alla ævina. Og í samræmi við það leyfum við börnum aðeins að upplifa sumar tilfinningar, þær sem við viljum sjá og heyra. Hinar verður barnið að bæla niður, alveg eins og við þurftum að gera sjálf. Þannig er barni hrósað fyrir “góðar” tilfinningar en verður að gjöra svo vel að láta hinar ekki í ljósi.

Þannig höldum við áfram að bæla niður tilfinningar okkar kynslóð eftir kynslóð. Við getum ekki horfst í augu við reiði okkar eða hræðslu sem eru fullkomega eðlilegar og mannlegar tilfinningar. Við felum þær fyrir okkur sjálfum og krefjumst þess síðan af börnum að þau sýni þær ekki. Þegar þessar eðlilegu, miklu tilfinningar safnast upp og þeim er ekki leyft að flæða eðlilega geta þær haft hin ýmsu birtingarform og koma m.a. oft fram hjá börnum í formi alls konar hegðunarvandamála og geta komið fram sem kvíði hjá fullorðnum og endað í sjúkdómum og alls konar þjáningum .

Við þurfum öll á því að halda að það sé komið til móts við tilfinningar okkar. Allar tilfinningar. Það þýðir ekki að við fáum allt sem við viljum eða að við þurfum að láta allt eftir barni. Þvert á móti. Það er mjög mikilvægt að setja barni mörk og standa við þær í uppeldinu. En það er jafnmikilvægt að koma til móts við tilfinningar sem vakna hjá barni og sýna öllum tilfinningum þess virðingu.

Sjá námskeið HÉR.

Valgerður Ólafsdóttir höfundur bókarinnar Saga um tilfinningar

Um Valgerði

Valgerður Ólafsdóttir er með MA gráðu í þróunarsálfræði frá Háskólanum í Chicago en þar vann hún við rannsóknir á tengslamyndun og tilfinningum barna. Undanfarin ár hefur Valgerður unnið við kennslu og námskeiðahald um aðferð sem nefnist á ensku focusing og byggir á heimspekilegri hugsun um tilvist okkar á grundvelli líkamlegrar upplifunar á tilverunni Aðferðin hefur hlotið nafnið Tifinningaleikni eða Fókusing á íslensku og var þróunarverkefni á Leikskólanum Garðaborg á árunum 2001 – 2004 þar sem Valgerður var verkefnisstjóri.

www.medvitaduppeldi.is