Fókusing http://www.fokusing.is Valgerður Ólafsdóttir Mon, 30 May 2016 12:11:29 +0000 en-US hourly 1 Saga um tilfinningar – höfundur Valgerður Ólafsdóttir http://www.fokusing.is/saga-um-tilfinningar-hofundur-valgerdur-olafsdottir/ Fri, 27 Feb 2009 13:52:31 +0000 http://www.fokusing.is/?p=31 Saga um tilfinningar - höfundur Vala ÓlafsdóttirNýlega kom út bókin SAGA um tilfinningar eftir Valgerði Ólafsdóttur. Hér er á ferðinni barnasaga með leiðbeiningum fyrir fullorðna um hvernig þeir geta samhliða lestri góðrar barnasögu örvað umræður um tilfinningar barna og aukið vægi þeirra í umgengni okkar við börn og uppeldi þeirra. Þetta er fyrsta bókin í bókaflokki er hefur hlotið heitið Meðvitað uppeldi. Bókin er ríkulega skreytt myndum eftir Bryndísi Björgvinsdóttur.

Valgerður Ólafsdóttir er með MA gráðu í þróunarsálfræði. Hún hefur unnið við kennslu og námskeiðahald um aðferð í uppeldi barna sem á íslensku er kölluð tilfinningaleikni og var meðal annars þróunarverkefni á leikskólanum Garðaborg undir stjórn höfundar.

Nánari upplýsingar má fá á www.medvitaduppeldi.is

Bókin er til sölu í bókaverslunum um allt land.

]]>